Minnka þalöt kynhvöt?

AFP

Efnasambönd sem notuð eru í hreinsiefni og fleira eiga ef til vill þátt í að draga úr kynlífslöngun kvenna, að því er fram kemur í rannsókn sem kynnt verður á ársfundi ASRM, bandarískra samtaka æxlunarfræðinga. Efnin, svokölluð þalöt, eru m.a. notuð til að mýkja plast en þegar er vitað að þau geta haft áhrif á kynhvöt karla, segir í breska blaðinu Independent.

„Ef fólki finnst að gúmmíönd, regnkápa eða sturtutjald sé mjúkt og teygjanlegt er líklegt að það séu þalöt sem gefi því þessa eiginleika,“ segir dr. Emily Barrett hjá Rochester-læknaháskólanum í New York.

„Við erum að komast að því að þalöt trufla starfsemi innkirtlanna. Þau hafa áhrif á eðlilega hormóna í líkamanum – testósteron – og virðast líka hafa áhrif á estrógen.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert