Tónlistarmenn lifa 25 árum skemur en aðrir

Kurt Cobain var 27 ára er hann framdi sjálfsvíg
Kurt Cobain var 27 ára er hann framdi sjálfsvíg Getty Images/AFP

Það hefur löngum verið sagt að poppstjörnur lifi lífinu hratt og deyi ungar. Nú hefur verið birt ný áströlsk rannsókn sem bendir til þess að bandarískir tónlistarmenn lifi sem nemur 25 árum skemur en aðrir Bandaríkjamenn.

Dianna Kenny, sem stýrir rannsókninni sem var gerð hjá háskólanum í Sydney, segir að það sé greinilegt að ekki er allt með felldu þegar kemur að lífslíkum tónlistarfólks. Rannsóknin náði til 12.665 karlkyns tónlistarmanna í Bandaríkjunum sem létust frá árinu 1950 þar til í júní á þessu ári. 

Rannsóknin bendir til þess að fimm til tíu sinnum meiri líkur séu á því að poppstjörnur deyi af slysförum en aðrir og sjálfsvíg eru einnig mun algengari meðal þeirra en annarra Bandaríkjamanna.

Eins er átta sinnum líklegra að tónlistarfólk sé myrt en annað fólk. Þegar allt er tekið saman kemur í ljós að tónlistarfólk lifir 25 árum skemur en aðrir að meðaltali.

Samkvæmt rannsókninni létust karlkynstónlistarmenn yfirleitt á aldrinum 55-60 ára en að meðaltali lifa bandarískir karlar í 75 ár. Bandarískar tónlistarkonur deyja yfirleitt rúmlega sextugar en aðrar bandarískar konur lifa að meðaltali í rúm 80 ár.

Í rannsókn sem unnin var af Tækniháskólanum í Queensland árið 2011 var hrakin sú fullyrðing sem víða hafði heyrst- 27 Club - þar sem líferni poppstjarna valdi því að þær lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn 27 ára að aldri. En í rannsókninni var hins vegar aðeins horft til tónlistarmanna sem höfðu náð fyrsta sæti á breska plötulistanum á tímabilinu 1956 til 2007.

Buddy Holly var einungis 22 ára er hann lést í …
Buddy Holly var einungis 22 ára er hann lést í flugslysi Mynd / Wikipedia
Brian Jones drukknaði 27 ára að aldri.
Brian Jones drukknaði 27 ára að aldri. -
Jimi Hendrix var 27 ára þegar hann kafnaði í eign …
Jimi Hendrix var 27 ára þegar hann kafnaði í eign ælu.
Marvin Gaye var 44 ára þegar faðir hans skaut hann …
Marvin Gaye var 44 ára þegar faðir hans skaut hann til bana Wikipedia
Freddie Mercury lést úr alnæmi 45 ára að aldri.
Freddie Mercury lést úr alnæmi 45 ára að aldri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert