Gefst ekki upp á geimnum

Sir Richard Branson, stofnandi Virgin Galactic
Sir Richard Branson, stofnandi Virgin Galactic AFP

Kaupsýslumaðurinn Richard Branson, sem á geimferðafyrirtækið Virgin Galactic, segir að hann muni ekki leggja árar í bát þrátt fyrir slysið í gær. Geim­ferj­an SpaceS­hipTwo, sem er í eigu Virg­in Galactic, hrapaði til jarðar í til­rauna­flugi yfir Moja­ve-eyðimörk­inni í Kali­forn­íu í gær. Tveir flug­menn voru um borð og lést annar þeirra en hinn er alvarlega slasaður.

Branson segist vera í áfalli og sorgmæddur vegna slyssins en hann muni þrátt fyrir það ekki gefa upp drauma sína um að bjóða upp á ferðalög út í geiminn.

Á vef BBC kemur fram að Virgin Galactic muni vinna nánið með yfirvöldum að rannsókn á slysinu. Sérfræðingar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB), eru að byrja rannsókn á slysstað en talið er að rannsóknin muni taka nokkra daga.

Virgin Galactic er með ákveðið forskot á önnur ferðaþjónustufyrirtæki hvað varðar ferðalög fyrir almenning út í geiminn. Í byrjun október sagði Branson að hann ætti von á að fyrsta ferðin yrði farin innan nokkurra mánaða.

Yfir 800 manns hafa þegar greitt eða lagt fram tryggingu fyrir slíku ferðalagi með SpaceShipTwo en farmiðinn kostar um 200 þúsund Bandaríkjadali, tæpar 25 milljónir króna. Þeirra á meðal er bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio.

Virg­in Galactic grein­ir frá at­b­urðinum á Twitter-síðu sinni í gær. Þar seg­ir:

„Sam­starfsaðili okk­ar, fyr­ir­tækið Sca­led Composites, notaði geim­ferj­una SpaceS­hipTwo í til­rauna­flug fyrr í dag. Í til­rauna­flug­inu komu upp bil­an­ir sem leiddu til þess að geim­ferj­an hrapaði. Hugur okk­ar er fyrst og fremst hjá flug­mönn­um ferj­unn­ar. Við mun­um vinna náið með yf­ir­völd­um og aðstand­end­um til þess að kom­ast að því hvað fór úr­skeiðis sem allra fyrst.“

Einn lést er geimferja hrapaði

Brak SpaceShipTwo
Brak SpaceShipTwo AFP
SpaceShipTwo
SpaceShipTwo AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert