Vara við galla í stýrikerfi Apple

AFP

Bandarísk yfirvöld hafa gefið út viðvörun um að galli kunni að leynast í nýjasta iOS stýrikerfi Apple fyrir iPad og iPhone. Er óttast að tölvuþrjótar kunni að nýta sér öryggisgallann til þess að safna upplýsingum um notendur tækjanna. 

Þjóðarnetöryggis- og samskiptastofnun Bandaríkjanna (National Cybersecurity and Communications Integration Center) sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem sagt er frá því að með nýrri árásartækni sem nefnd er Masque Attack í netheimum, sé hægt að stela lykilorðum og öðrum persónulegum upplýsingum úr tækjum fólks. 

Er þar fólk hvatt til þess að hlaða ekki niður smáforritum sem poppa upp á skjáinn hjá fólki, né heldur treysta forritum sem lýst er sem Untrusted App-developer (ótraustur hugbúnaðarframleiðandi). 

Sjá frétt Reuters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert