Í flugið með „kúkarútunni“

„Númer tvö“-rútan.
„Númer tvö“-rútan. Skjáskot/BBC

Bretar hafa tekið í notkun fyrstu umhverfisvænu rútuna sem gengur fyrir lífrænum úrgangi; matarleifum og skólpi. Rútan hefur verið kölluð „númer tvö“, sem er tilvísun í þann úrgang mannslíkamans sem skilar sér í föstu formi, og gengur milli Bath og Bristol-flugvallar.

Eldsneytið sem knýr rútuna, lífrænt metan (biomethane), er framleitt í skólphreinsistöð í Avonmouth. Farartækið kemst allt að 300 kílómetra á fullum tanki, sem jafngildir ársúrgangi fimm einstaklinga.

Í umfjöllun BBC er rútan kölluð því huggulega nafni „poo bus“, eða kúkarúta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert