Njósnatæki þróað af ríkisstjórn

Veiran getur stolið lykilorðum, sótt skjáskot og náð í skjöl …
Veiran getur stolið lykilorðum, sótt skjáskot og náð í skjöl sem búið er að eyða. Ljósmynd/Friðrik Tryggvason

Fyrirtækið Symantec, sem sérhæfir sig í tölvuöryggi, segist hafa fundið eina af þróuðustu tölvuveirum sögunnar. Veiran er það háþróuð að sérfræðingar telja að hún hafi verið búin til af ríkisstjórn til þess að stunda njósnir. 

Veiran heitir Regin og þegar hún kemst í tölvu stelur hún lykilorðum og sækir skjáskot og skjöl sem hefur verið eytt. BBC segir frá þessu.

Veiran hefur verið til í um sex ár og herjað á tölvur út um allan heim en sérfræðingar segja að hún hafi herjað helst á tölvur í Rússlandi, Sádi-Arabíu og Írlandi.

Veiran hefur verið notuð til þess að njósna um stofnanir ríkisstjórna, fyrirtæki og einstaklinga. 

„Það lítur út fyrir að hún komi frá vestrænni stofnun. Það sést á hversu sterk hún og er hversu lengi hún var líklega í þróun,“ segir Sian John, sérfræðingur hjá Symantec. 

Regin hefur verið borin saman við Stuxnet, tölvuorm sem talið er að Bandaríkin og Ísrael hafi látið þróa til þess að ráðast á kjarnorkukerfi Írans. Stuxnet var þó hannaður til þess að skemma á meðan það lítur út fyrir að Regin sé hannaður til að sækja upplýsingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert