Fann nýjar risaeðlur í geymslu

Risaeðlurnar sem Longrich fann á safninu voru af tveimur hyrndum ...
Risaeðlurnar sem Longrich fann á safninu voru af tveimur hyrndum risaeðlutegundum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. AFP

Breski steingervingafræðingurinn Nick Longrich hefur komist að því að steingerð bein úr tveimur hyrndum risaeðlutegundum sem hafa verið geymd á safni í Kanada í 75 ár eru líklega úr áður óþekktum tegundum. Eðlurnar höfðu verið flokkaðar undir öðrum þekktum tegundum þangað til Longrich skoðaði þær betur.

Beinin voru geymd á kanadíska náttúrufræðisafninu og höfðu verið talin vera úr illhyrningseðlu (anchiceratops) og klaufhyrnu (chasmosaurus). Það eru tegundir sem vitað er að héldu til í Kanada. Eftir að Longrich hafði skoðað beinin betur sýndist honum þær líkjast meir eðlum sem lifðu í suðvesturhluta Ameríku.

Nú sýnist Longrich að beinin séu annars vegar úr nýrri tegund af fimmhyrnu, sem var jurtaæta á stærð við vísund, og hins vegar úr nýrri tegund af hyrndri risaeðlu sem nefnist kosmoceraptos. Hann telur að þetta sýni að risaeðlutegundirnar hafi verið mun fjölbreyttari en menn höfðu áður talið.

„Við héldum að við hefðum uppgötvað flestar tegundirnar en svo virðist sem margar tegundir séu enn ófundnar. Fjölbreytni risaeðlanna hlýtur að hafa verið gríðarlega mikil. Við höfum í raun aðeins rétt hróflað í yfirborðið,“ segir Longrich.

Dreifing risaeðlutegundanna virðist hafa verið afar frábrugðin dreifingu núlifandi dýrategunda. Tegundir núlifandi spendýra séu tiltölulega fáar en þær eigi sér fjölda undirtegunda. Á krítartímabilinu, síðasta tímaskeiðs risaeðlanna á jörðinni, hafi hins vegar fjöldi risaeðlutegunda hafst við á sama búsvæðinu.

„Þær höfðu einnig tilhneigingu til að afmarka sig við þröng svæði. Það eru algerlega mismunandi tegundir á milli búsvæða,“ segir Longrich sem telur þetta útskýra hvers vegna steingervingafræðingar finni sífellt fleiri tegundir þegar þeir rannsaki ný búsvæði.

Frétt Sky News af nýju risaeðlutegundunum

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...