Krabbamein rakið til offitu

mbl.is/afp

Rekja má um hálfa milljón nýrra krabbameinstilvika til offitu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem fjallað er um í The Lancet Oncology.

Samkvæmt rannsókninni má rekja 3,6% allra krabbameinstilvika í heiminum til of hás lík­ams­mass­astuðuls­ BMI (e. Body mass index).

Vitað er að offita er einn þeirra áhættuþátta sem fylgja krabbameini. Má þar nefna krabbamein í vélinda, ristli, nýrum, gallblöðru, brjóstum, endaþarmi, brisi, eggjastokkum og eggjaleiðurum.

Samkvæmt rannsókninni er krabbamein sem tengist offitu mun algengara í ríkari löndum heldur þeim fátækari. Áhrifin eru mest í Norður-Ameríku þar sem 111 þúsund ný krabbameinstilvik sem rekja má til of hás BMI stuðuls greindust árið 2012. Evrópa fylgir þar fast á eftir og er aukningin mest í Austur-Evrópu.

Greinin í The Lancet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert