Tafla sem minnkar drykkjulöngun

Taflan er hugsuð fyrir þá sem drekka hálfa flösku af …
Taflan er hugsuð fyrir þá sem drekka hálfa flösku af víni eða þrjá hálfpotta af bjór á dag eða meira. AFP

Tafla sem hjálpar alkóhólistum að minnka við drykkjum sína fer á markað í Englandi í dag. Miðað er við að taflan geti hjálpað þeim sem drekka hálfa flösku af víni eða þrjá hálfpotta (pint) af bjór eða meira á dag. The Telegraph segir frá þessu.

Sérfræðingar segja að taflan minnki löngun til þess að drekka og hægt sé að fá lyfseðil upp á lyfið hjá lækni.

„Margir eiga í erfiðu sambandi við áfengi þó þeir lifi mjög stöðugu lífi, haldi í vinnu sína og félagslíf og myndu ekki telja sig eiga við vandamál að stríða,“ segir prófessorinn Carole Longson.

Frá deginum í dag getur fólk óskað eftir því að fá lyfið. Það þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði. 

Framleiðandi lyfsins, Lundbeck, hefur gefið út leiðbeiningar með lyfinu og skáldað þar upp dæmi um fólk sem uppfyllir skilyrðin. Þar á meðal er Sue en hún er 39 ára. Hún hlakkar til að fá sér vínglas eftir að börnin sofna. Hins vegar klárar hún alltaf heila vínflösku á meðan hún eldar og borðar ásamt manni sínum. Nokkra daga á viku þarf hún að opna flösku númer tvö.

Lyfið kallast Nalmefene eða Selincro og hjálpar fólki að minnka áfengisdrykkju sína rólega. Lyfið hentar því ekki þeim sem eiga við alvarlega áfengissýki að stríða og þurfa að hætta strax. 

Hver tafla kostar um þrjú pund eða tæpar 600 íslenskar krónur. Hægt er að taka eina pillu á dag og þá þegar að einstaklingurinn finnur fyrir löngun til þess að drekka áfengi. 

Talið er að um 2,1 milljón Breta séu mildilega háðir áfengi. Um 35 þúsund manns munu fá lyfið við áfengissýki næsta árið. 

Lyf The Telegraph í heild sinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert