Selfie-stöng getur kostað þig frelsið

Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur skorið upp herör gegn svo kölluðum selfie-stöngum og hver sá sem selur slíka stöng án þess að stöngin hafi fengið vottun frá hinu opinbera á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi eða sekt upp á 3,3 milljónir króna.

Til að ná sem bestri sjálfs­mynd (selfie) er gott að hafa fram­leng­ingu á hand­leggn­um eða svo­kallaða sjálfs­mynda­stöng (selfie-stöng).

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sett slíkar stangir sem fjarskiptabúnað sem þýðir að stangirnar þurfa að fá vottun hjá hinu opinbera áður en þær fara í sölu. Ástæðan er sú að selfie-stangir styðjast yfirleitt við bluetooth þegar myndin er tekin og því falla þær í flokk með öðrum fjarskiptabúnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert