Jólaskreytingar í þyngdarleysi

Hin rússneska Elena Serova kemur með jólin út í geim.
Hin rússneska Elena Serova kemur með jólin út í geim. Terry W. Virts

Jólaandinn er víða byrjaður að svífa yfir vötnum. Hvergi svífur hann þó líklega eins hátt og í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Þar eru geimfararnir þegar byrjaðir á jólaundirbúningnum og var jólaskraut sett þar upp um helgina.

Bandaríski geimfarinn Terry W. Virts birti í gær mynd af sambýliskonu sinni, hinni rússnesku Elenu Serovu, þar sem hún sveif um og hengdi upp jólaskraut í geimstöðinni. Auk þeirra eru fjórir aðrir geimfarar, tveir Rússar, Bandaríkjamaður og Ítali, um borð í geimstöðinni þessa stundina og munu sexmenningarnir jafnframt eyða jólunum saman þar.

NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, er með teymi matvælavísindamanna á sínum snærum sem útbýr matseðla fyrir geimfarana. Þegar hátíðisdaga eins og jólin ber að garði útbúa þeir hefðbundna rétti á óhefðbundnu formi til að gera geimförunum dagamun. Þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðahátíðina í lok nóvember fengu þeir til dæmis kalkún með grænum baunum, kartöflum, aspas, bökuðum baunum og eftirrétt.

Máltíðin sem geimfararnir í Alþjóðlegu geimstöðinni fengu á þakkargjörðardaginn.
Máltíðin sem geimfararnir í Alþjóðlegu geimstöðinni fengu á þakkargjörðardaginn. NASA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert