Svona lengi stendur gott kynlíf

Ástfangið par.
Ástfangið par. mbl.is/AFP

Hversu lengi þurfa kynmök að standa til að geta talist mjög gott kynlíf? Er best að gefa sér langan tíma eða taka einn stuttan? Sálfræðingar og kynlífsfræðingar spá í spilin í nýrri rannsókn sem gerð var við Háskólann í Washington. Rannsóknin náði til fimmtíu sérfræðinga, sálfræðinga jafnt sem kynlífsfræðinga, sem báðu skjólstæðinga sína að svara spurningum um hversu langan tíma kynmök þurfa að standa til að fá toppeinkunn.

Niðurstaðan var eftirfarandi: 1-2 mínútur er of stutt. 2-7 mínútur er ásættanlegt. Tíu mínútur er fullkomin lengd. Kynmök sem standa í meira en 13 mínútur eru hins vegar of langdrengin.

Þá vitum við það. 

Sjá nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert