Vísindamenn útskýra rauða nefið

Mynd/Wikipedia

Það þekkja allir jólalagið um Rúdólf með rauða trýnið, sem er þýðing á hinu sígilda lagi Rudolph the Red-nosed Reindeer. Lagið á sér meiri stoð í raunveruleikanum heldur en flestir gera sér grein fyrir því nef hreindýra á það til að fá rauðan lit. 

Vísindamenn í Manchester gerðu rannsókn á nefjum hreindýra árið 2000 til þess að komast að því hvað það er sem orsakar það að við vissar aðstæður fá nef dýranna rauðan lit. Niðurstaðan tengist því miður ekki störfum þeirra sem dráttarklárar jólasveinsins, heldur gagnast nefið þeim til þess að stilla af líkamshitann við erfiðisvinnu. 

Þegar hreindýr verða fyrir miklu áreiti, og upplifa stress, getur nef þeirra fengið áberandi rauða bletti, sem hjálpa þeim að kæla heilann og koma þannig í veg fyrir ofhitnun á honum. Nefnist fyrirbærið Weather Dependent Nasal Erythema in Reindeers. Önnur skýring á rauðu nefi dýranna kann að vera lyfjanotkun. Hreindýr eru þó ekki einstök í þessu tilliti, því fleiri dýr búa yfir svipuðum eiginleika við hitalosun, eftir því sem kemur fram í rannsókninni.

Rannsóknin endar svo á hnyttnum lokaorðum:

„GPS er sennilega betra tæki fyrir jólasveininn til þess að rata heim til stilltra krakka, heldur en hreindýr með of heitan heila.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert