Lögreglan sektar með spjaldtölvu

Spjaldtölvan sem lögreglan notar verður af gerðinni HP Elite Pad
Spjaldtölvan sem lögreglan notar verður af gerðinni HP Elite Pad

Lögreglan á Íslandi er nú að vinna í því að innleiða spjaldtölvur í starf sitt, sem hægt verður að nota til þess að sekta ökumenn með minni fyrirhöfn. Frá þessu er greint á vefsíðunni Lapparinn.com.

Mun lögreglan nota spjaldtölvu af gerðinni HP ElitePad með Windows 8.1 stýrikerfinu. Sérhannað forrit frá danska fyrirtækinu Bluefragments mun síðan aðstoða lögregluna í störfum sínum. 

Danska vefsíðan Mobilsiden.dk sem fyrst greinir frá fréttinni, hefur eftir Jónasi Inga Péturssyni, starfsmanni tæknideildar lögreglunnar, að eftir að innleiðingin hefur átt sér stað, muni taka um 5-10 mínútur að skrifa hverja sekt. Í dag tekur það lögreglumann 15-20 mínútur á vettvangi, auk þess sem skrá þarf sektina inn í kerfið síðar, og það tekur aðrar 15-20 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert