Jörðin í allri sinni dýrð

Norðurljós dansa yfir jörðinni.
Norðurljós dansa yfir jörðinni. ESA/NASA/Alexander Gerst

Geimfarinn Alexander Gerst tók um 12.500 myndir á meðan á sex mánaða leiðangri hans stóð í Alþjóðlegu geimstöðinni fyrr á þessu ári. Hann hefur nú sameinað myndirnar í myndskeið í háskerpu sem sýnir jörðina okkar í allri sinni dýrð eins og hún kemur mönnum fyrir sjónir frá sporbraut og hefur evrópska geimstofnunin ESA birt það á vefsíðu sinni.

Leiðangurinn bar heitið Blái punkturinn en Gerst skildi myndavélina sína oft eftir í gangi á meðan hann sinnti vísindatilraunum. Myndirnar eru frá þessu hálfs árs tímabili en í myndskeiðinu má sjá stórbrotnar norðurljósasýningar, ský, höfin, heimsálfurnar, stjörnur, Vetrarbrautina og þunnan lofthjúpinn sem verndar okkur fyrir auðn geimsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert