Sjáðu snjókornin myndast

Snjókorn eru gríðarlega fjölbreytileg.
Snjókorn eru gríðarlega fjölbreytileg. Skjáskot úr myndskeiðinu

Stundum er sagt að hvert einasta snjókorn sé einstakt og ekki séu til tvö eins. Svo mikið er víst að gríðarlega mikill munur er á útliti snjókorna og ræður ýmislegt lögun þeirra. Kvikmyndagerðarmaðurinn Vyacheslav Ivanov hefur gert magnað myndskeið sem sýnir snjókorn myndast.

Snjókorn myndast þegar örsmáir vatnsdropar berast upp í lofthjúpinn. Þar rekast þeir á agnir í loftinu eins og frjókorn eða ryk sem verður til þess að þeir frosna í ískristala. Eiginleiki vatns til að þenjast út þegar það frýs og vetnistengi ráða hvaða lögun snjókornin taka.

Eftir því sem fleiri vatnsdropar lenda á ískristalnum vex snjókornið. Vatnið frýs hraðar á útjöðrum snjókornsins og það eyðunum sem myndu munstur í þeim.  Sex armar byrja að vaxa út frá hornum snjókornsins og fer stærð og lögun þeirra eftir veðuraðstæðunum. Þeir líta meira eða minna eins út þar sem þeir myndast við sömu aðstæður.

Það eru svo þættir eins og hitastig, raki, vatnsmagnið og stærð agnanna sem droparnir rekast á sem ráða endanlegri lögun snjókornsins, að því er kemur fram á vefsíðunni IFL Science. Myndskeiðið, sem nefnist „Snowtime“, af snjókornunum að myndast má svo sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert