Leikjatölvunetið að braggast

Tölvuþrjótar hafa knésett netkerfi Playstation og Xbox yfir jólin.
Tölvuþrjótar hafa knésett netkerfi Playstation og Xbox yfir jólin. AFP

Netkerfi fyrir leikjatölvurnar Playstation og Xbox eru nú sögð vera að ná sér eftir árásir tölvuþrjóta sem staðið hafa yfir jólin. Sony, sem á Playstation, segir sitt kerfi vera að koma inn hægt og bítandi en Microsoft, sem á Xbox, segir mestan hluta þjónustu sinnar í lagi.

Hópur tölvuþrjóta sem kallar sig The Lizard Squad réðust á Playstation Network (PSN) og Xbox Live, þjónusturnar sem notendur leikjatölvanna nota til að spila í gegnum netið, á aðfangadag. Síðan þá hafa bæði kerfin legið meira eða minna niðri.

Sony staðfesti í morgun á Twitter-síðu sinni að PSN væri hægt að bítandi að koma aftur inn. Á þjónustusíðu Xbox Live sagði að stærstur hluti þjónustunnar væri í lagi en aðgangur að vissum forritum innan kerfisins væri takmarkaður.

Frétt USA Today af árásunum á kerfi Playstation og Xbox

Fyrri fréttir mbl.is:

Spilla jólunum fyrir leikjaunnendum

Ráðist á Playstation og Xbox

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert