Í kringum jörðina fyrir sólarorku

Svissneskur ofurhugi ætlar að freista þess að verða fyrsti maðurinn til að fljúga sólarknúinni flugvél í kringum jörðina. Flugið mun taka sinn tíma því vélin flýgur aðeins svipað hratt og bréfdúfa. Markmiðið er að sýna fram á möguleika hreinnar og endurnýjanlegrar orku.

Vélin ber nafnið Solar Impulse 2 en hún er hugarfóstur Bertrand Piccard, svissnesks athafnamanns og ofurhuga. Hann ætlar sjálfur að fljúga vélinni. Fyrir fjórum árum flaug forveri vélarinnar, Solar Impulse, í 26 klukkustundir samfleytt og sýndi þannig fram á að hægt væri að geyma nógu mikið rafmagn í liþíumrafhlöðunum til að hægt væri að fljúga sólarknúinni flugvél að næturlagi.

Ferðin nú er 35.000 kílómetrar en til stendur að lenda vélinni tólf sinnum á leiðinni. Hún mun þó fljúga yfir Kyrrahafið í fimm daga í röð. Hún á hefjast í lok febrúar eða byrjun mars og taka um 25 daga.

„Endurnýjanleg orka getur orðið óaðskiljanlegur hluti af lífi okkar og saman getum við hjálpað til að bjarga auðlindum plánetunnar,“ segir Piccard.

Framleiðendur Solar Impulse 2 segja að þrátt fyrir að vélin sé með meira vænghaf en Boeing 747 þá vegi hún svipað mikið og jeppi. Þeir halda því fram að hún sé sparneytnasta flugvél sem byggð hefur verið. Hún er úr trefjaplasti og á vængjum hennar eru 17.249 sólarsellur sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora og liþíumrafhlöður.

Eldri frétt mbl.is: Flýgur fyrir orku sólar

mbl.is
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Sumarhús
Get boðið hágæðaefni úr finnskri furu(límtré) í vönduð sumarhús og íbúðarhús. A...
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...