Bóluefni gegn HIV á næstu 15 árum

Melinda og Bill Gates á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss.
Melinda og Bill Gates á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. AFP

Bill Gates segist trúa því að fyrir árið 2030 verði komið á markað bóluefni og önnur lyf sem geta hindrað útbreiðslu HIV í heiminum. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþjóðaefnahagsþinginu sem stendur nú yfir í Davos í Sviss.

Gates hefur á undanförnum árum eytt milljörðum Bandaríkjadala í rannsóknir á veirunni. „Við erum nokkuð bjartsýn á að á næstu fimmtán árum verðum við komin með tvö ný tæki í baráttunni gegn HIV,“ sagði Gates.

Bóluefni er talið mikilvægasta tækið í baráttunni, enda myndi slíkt koma í veg fyrir smit á svæðum þar sem hættan er sem mest. Önnur lyf gætu síðan gagnast þeim sem smitast, og verða til þess að ekki verður þörf á ævilangri lyfjagjöf. 

Gates minntist líka á rannsóknir á bóluefni gegn malaríu, en þær rannsóknir eru lengra komnar en HIV-rannsóknirnar. Fyrirtækið GlaxoSmithKline fékk í júlí á síðasta ári fyrsta einkaleyfið á bóluefni gegn veirunni. 

„Við munum sennilega aldrei útrýma AIDS og malaríu, en við getum horft fram á 95-100% lækkun á smittíðni,“ sagði Gates. 

Frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert