Hægðu á ljósinu

Rannsóknin fór þannig fram að tveimur ljóseindum var skotið sömu ...
Rannsóknin fór þannig fram að tveimur ljóseindum var skotið sömu vegalengd. Önnur þeirra fór í gegnum sérstaka síu fljótandi kristalla sem hægði á ferð hennar þannig að hún fór hægar en ljóshraði. Af vef Glasgow-háskóla.

Ekkert ferðast hraðar en ljósið en hraði þess hefur fram að þessu verið talinn fasti. Skoskir vísindamenn halda því nú hins vegar fram að þeim hafi tekist að breyta lögun ljóseinda og hægja þannig á ljósinu í tómarúmi. Reynist niðurstöður þeirra réttar þýðir það að menn þurfa að breyta skilningi sínum á eðli ljóss.

Ljósið ferðast á rétt tæplega 300.000 kílómetra hraða á sekúndu eða rúmlega milljarð kílómetra á klukkustund í tómarúmi. Það ferðast hægar í gegnum efni eins og vatn eða gler en það nær fyrri hraða um leið og það kemst aftur í tómarými.

Hópur vísindamanna við Glasgow- og Heriot-Watt-háskólana í Skotlandi segjast nú hafa gert tilraun þar sem þeir beindu ljóseindum í gegnum sérhannaða síu sem neyddi þær til að breyta um lögun. Það er hægt þar sem ljóseindir geta hegðað sér eins og efni og bylgjur, samkvæmt lögmálum skammtafræðinnar. Ljósið reyndist ferðast hægar en ljóshraði þegar það hélt áfram.

Aðeins munaði nokkrum milljónustu hlutum úr metra á ljósgeislanum sem fór í gegnum síuna og þeim sem hélt áfram óhindraður en vísindamennirnir segja að rannsóknin sýni að sían hafi ekki aðeins hægt á ljóseindunum á meðan þær ferðuðust í gegnum hana heldur líka eftir að þær komust aftur í tómarúm.

Uppgötvun vísindamannanna, ef rétt reynist, hefur ekki áhrif á nákvæmar mælingar eins og fjarlægðir í alheiminum sem byggjast á ljósi en mögulega þurfa þeir sem fást við rannsóknir á afar stuttum vegalengdum að taka með í reikninginn að ljóseindir geta ferðast mismunandi hratt.

Frétt BBC af rannsóknum skosku vísindamannanna á hraða ljóseinda

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Álfelgur og dekk 195/65R15 - Toyota Avensis
Settið á 40 þúsund krónur. Upplýsingar i sima 840 2010...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Stálfelgur
Til sölu stálfelgur á Toyota Auris, Corolla 07- Avensis 09- ofl svartar með kopp...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...