Gates segir ógn stafa af gervigreind

Bill Gates.
Bill Gates. AFP

Bill Gates, stofnandi Microsoft, segir að mannkynið eigi að hafa áhyggjur af þeirri ógn sem geti stafað af gervigreind.

Gates segist ekki skilja þá sem segjast ekki hafa áhyggjur af því að gervigreind gæti komist á það stig að fólk geti ekki lengur stjórnað henni. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Þetta er þvert á ummæli Eric Horvitz, sem er einn af yfirmönnum rannsóknarsviðs Microsoft, en hann segist í grundvallaratriðum ekki sjá gervigreind sem ógn. Horvitz segir að um fjórðungur þess fjármagns sem deildin hans hefur yfir að ráða renni til verkefna sem tengist gervigreind. 

Gates sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit. Þar skrifaði hann: „Ég er á meðal þeirra sem hafa áhyggjur af ofurgreind. Til að byrja með þá munu vélar sinna mikið af störfum fyrir okkur og þær verða ekki ofurgreindar. Það gæti verið jákvætt ef við náum að stjórna því almennilega.“

Hann bætti síðan við: „Nokkrum áratugum eftir það, þá verða þær hins vegar nægilega greindar sem er ástæða til að hafa áhyggjur. Ég er sammála Elon Musk og ýmsum öðrum hvað þetta varðar og skil ekki hvers vegna sumir hafa engar áhyggjur.“

Munu vélarnar taka yfir heiminn?
Munu vélarnar taka yfir heiminn? AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert