Vélarnar færa sig upp á skaftið

Vélmenni flytur vöruhillu á lager Amazon. Verksmiðjustörfum mun að líkindum …
Vélmenni flytur vöruhillu á lager Amazon. Verksmiðjustörfum mun að líkindum fækka á næstu árum með aukinni vélvæðingu. AFP

Kostnaður við vinnuafl mun dragast saman um 16% á næsta áratugnum eftir því sem ódýrari og skilvirkari vélmenni taka við af mönnum í verksmiðjum heimsins. Þetta er niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group. Þar er gert ráð fyrir að fjárfesting í slíkum vélmennum aukist um 10% á næstu tíu árum hjá 25 stærstu útflutningsþjóðum heimsins.

Skýrsluhöfundar telja að enn sem komið er hafi vélmenni aðeins tekið við 10% þeirra starfa sem hægt er að vinna sjálfvirkt með þeim hætti. Ráðgjafarfyrirtækið spáir því að þetta hlutfall verði komið upp í meira en 23% árið 2025. Þetta muni leiða til þess að kostnaður við vinnuafl muni lækka um þriðjung í Suður-Kóreu, fjórðung í Japan og á milli fjórðung og fimmtung í Kanada, Bandaríkjunum og Taívan. 

Vélmenni eru sífellt að verða ódýrari og eins geta þau sinnt fjölbreyttari störfum. Eldri vélmenni þurftu stöðugt umhverfi til að vera starfhæf en þau nýrri eru búin skynjurum sem gera þeim kleift að starfa við óvæntar aðstæður.

Þessi þróun í átt að vélvæðingu gæti haft áhrif á hvar fyrirtæki velji að reisa verksmiðjur sínar. Þau muni ekki lengur aðeins elta ódýrasta vinnuaflið. Starfsmönnum muni fækka og þeir sem eftir verða, munu að líkindum vera vel þjálfaðir og sérhæfðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert