Apple að vinna að rafbíl

Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. EPA

Bandaríski tæknirisinn Apple er um þessar mundir að þróa nýjan rafbíl. Um nokkurt skeið hefur verið orðrómur á kreiki um að stórfyrirtækið hafi í hyggju að hanna slíkan bíl, en Wall Street Journal greindi frá því í gær að hundruð starfsmanna Apple ynni nú að verkefninu.

Verkefnið kallast Titan en vinnan þessa stundina felst fyrst og fremst í því að þróa tæknibúnaðinn fyrir rafbíla. Tim Cook, forstjóri Apple, skipaði hóp sérfræðinga, aðallega verkfræðinga, í fyrra til þess að leiða verkefnið. Verið er að kenna ýmsar leiðir til að þróa bíllinn og er enn óljóst hvort bifreið frá Apple muni nokkurn tímann verða sett á markað, að sögn WSJ.

Stjórnandi verkefnisins er Steve Zadesky, fyrrverandi yfirverkfræðingur bílaframleiðandans Ford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert