Ceres tekur á sig mynd

Ceres eins og dvergreikistjarnan kom fyrir sjónir Dawn 12. febrúar.
Ceres eins og dvergreikistjarnan kom fyrir sjónir Dawn 12. febrúar. NASA/JPL-Caltech/UCLA/MPS/DLR/IDA

Geimfarið Dawn nálgast nú óðfluga dvergreikistjörnuna Ceres. Nú er hægt að greina gíga og dularfulla bjarta flekki á yfirborði hnattarins sem aldrei hafa áður sést á nýjustu myndunum sem geimfarið hefur sent til jarðar. Dawn á að komast á braut um Ceres 6. mars.

Myndirnar, sem eru þær skýrustu sem fengist hafa af Ceres, voru teknar úr um 83.000 kílómetra fjarlægð frá dverreikistjörnunni en til samanburðar er tunglið um 384.400 kílómetrum frá jörðinni. Til stendur að rannsaka eðli og samsetningu Ceresar þegar Dawn kemst á braut um hnöttinn í byrjun mars.

Frétt á vef NASA um leiðangur Dawn til Ceresar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert