Blindur fær sýn

Stundin var hjartnæm.
Stundin var hjartnæm. Skjáskot af Youtube

Sjón Allen Zderad hóf að versna mikið fyrir um 20 árum síðan og varð hann að lokum lögblindur vegna augnsjúkdómsins „retinitis pigmentosa“.

Zderad hafði því ekki séð eiginkonu sína, frekar en nokkuð annað en mjög skært ljós, í yfir 10 ár þegar læknar komu fyrir 60 rafskautum í augum hans til að gefa honum sjón á ný.

Rafskautin tengjast myndavél í sérstökum gleraugum og þó svo að Zderad sjái ekki á sama hátt og áður hefur hann fengið mikilvæga skynjun til baka.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig Zderad og fjölskylda hans bregst við þegar hann sér konuna sína í fyrsta skipti eftir heilan áratug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert