Bráðþroska vetrarbraut í ungum alheimi

Stjörnufræðingar hafa í fyrsta sinn gert mælingar á ryki í einni fjarlægustu vetrarbraut sem rannsökuð hefur verið. Menn áttu von á að hún líktist nýmynduðu kerfi og væri snauð að þungefnum. Þess í stað reyndist hún þungefnarík og rykug eins og Vetrarbrautin okkar.

Vetrarbrautin umrædda kallast A1689-zD1. Hún er aðeins sjáanleg vegna þess að vetrarbrautaþyrpingin Abell 1689 myndar svokallaða þyngdarlinsu milli okkar og vetrarbrautarinnar sem magnar birtu hennar nífalt. Án þyngdarlinsunnar yrði birta vetrarbrautarinnar fjarlægu of dauf til þess að hún sæist, að því er kemur fram í frétt á vef evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli ESO.

A1689-zD1 birtist okkur í alheiminum þegar hann var aðeins um 700 milljón ára — um fimm prósent af aldri alheimsins í dag. Hún er mun efnisminni og daufari en ýmis önnur fyrirbæri sem hafa verið rannsökuð frá þessu skeiði í árdaga alheimsins og þar af leiðandi dæmigerð vetrarbraut á þessum tíma.

Þungu frumefnin verða til í iðrum stjarna

A1689-zD1 sést á tímabili í sögu alheimsins sem kallast endurjónunarskeiðið. Á því skeiði brugðu fyrstu stjörnurnar birtu á víðfeðman og gegnsæjan alheiminn í fyrsta sinn og bundu um leið enda á tíma stöðnunar sem kallast myrku aldirnar. Vetrarbrautin kom stjörnufræðingum á óvart því búist var við að hún líktist nýmynduðu kerfi en þess í stað var hún þungefnarík og rykug.

Í stjarnvísindum eru öll efni þyngri en vetni og helíum skilgreind sem málmar. Þungu frumefnin verða til í iðrum stjarna og dreifast um geiminn þegar þær deyja. Þetta ferli þarf að endurtaka sig ítrekað í seinni kynslóðum stjarna svo þung frumefni eins og kolefni, súrefni og nitur verði til í miklu magni.

Niðurstöðurnar benda til þess að A1689-zD1 hafi verið að framleiða stjörnur á stöðugum en fremur hóflegum hraða frá því um 560 milljón árum eftir Miklahvell, eða hafi gengið í gegnum snögga og gríðarmikla stjörnumyndunarhrinu sem síðan fjaraði út.

Frétt á vef ESO á íslensku

mbl.is

Bloggað um fréttina

NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...