Kaffi allra meina bót fyrir æðakerfið

Er kaffi gott fyrir heilsuna?
Er kaffi gott fyrir heilsuna? AFP

Nokkrir kaffibollar á dag virðast gera æðakerfinu gott ef marka má nýja rannsókn sem fjallað er um á vef BBC. Með þessu er hægt að koma í veg fyrir stíflur í slagæðum sem er oft áhættuþáttur þegar kemur að hjartasjúkdómum.

Í rannsókninni, sem gerð var í Suður-Kóreu, var fylgst með 25 þúsund manns sem fóru reglulega í heilsufarsskoðanir á vinnustöðum sínum. Þeir sem drukku þrjá til fimm bolla af kaffi á dag voru ólíklegri til að sýna byrjunareinkenni hjartasjúkdóma í skoðunum. 

Rannsóknin vekur því enn á ný spurningar um hversu góð kaffidrykkja er fyrir fólk, ekki síst að teknu tilliti til hjartasjúkdóma.

Frétt BBC í heild 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert