Safna undirskriftum gegn tilfinningatákni á Facebook

Hópur fólks segir tegund tilfinningatákns ýta undir kröfur sem gerðar ...
Hópur fólks segir tegund tilfinningatákns ýta undir kröfur sem gerðar eru til ungs fólks. Styrmir Kári

Hópur sem kallast „Endangered Bodies“ hefur sett á laggirnar herferðina „fita er ekki tilfinning“ (e. fat is not a feeling) og er herferðinni beint gegn svokölluðum tilfinningatáknum (e. emoticon) á Facebook. Yfir 13 þúsund einstaklingar skrifað undir á tveimur vikum hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun hópsins á Charge.org en CNN greinir frá þessu.

„Þegar Facebook notendur setja stöðuuppfærsluna „feeling fat“, þá eru þeir að gera grín að fólki sem telur sig vera í yfirþyngd, sem getur leitt til þess að fjölmargir einstaklingar fái átröskun. Það er ekki í lagi,“ segir Catherine Weingarten, einn meðlima hópsins sem stendur fyrir herferðinni. 

„Fólk notar Facebook til að deila tilfinningum sínum með vinum og til að styðja hvert við annað,“ sagði talsmaður Facebook. „Ein leiðin sem við bjóðum notendum að fara er að tjá sig með því að bæta við tilfinningu í stöðuuppfærslurnar. Þú getur valið á milli yfir hundrað tilfinninga eða sett inn þína eigin tilfinningu.“

„Við teljum að þetta sé til þess fallið að ýta undir þær kröfur sem gerðar eru til ungs fólks um að fullkomið útlit,“ segir í myndbandi á heimasíðu Endangered Bodies.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
BÍLAKERRUR NÝ SENDING TIL AFGREIÐSLU
Vorum að fá sendingu af vinsælu HULCO fjölnotakerrunum, sjá fjölda mynda bæði á ...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur Ferðataska fylgir beige og...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...