Úr sem tekur á móti símtölum

Tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vöru sína, Apple Watch, í San Fransisco í dag. Með úrinu verður hægt að greiða fyrir vörur með kreditkorti, sjá veðurspá, skoða fréttir, Facebook og svara símtölum. 

Tim Cook, forstjóri Apple sagði í dag að Apple Watch væri persónulegasta tæki sem hann hefði búið til. „Það er ekki bara með þér, það er á þér,“ sagði Cook. Á kynningunni í dag sýndi Cook hvernig úrið sýndi dagatöl, veður en einnig það sem flest úr eru hönnuð til að sýna, tímann. 

Samkvæmt frétt USA Today getur úrið jafnframt mælt hjartslátt, spilað tónlist og opnað tölvupósta. 

„Ég hef viljað gera þetta síðan ég var fimm ára gamall,“ sagði Cook er hann svaraði símtali með úrinu. Með forritinu Digital Touch geta notendur Apple Watch teiknaði mynd á úrið sem birtist á úri annarra. Einnig er hægt að senda hjartslátt sinn til annarra notenda. Kallaði Cook úrið „alhliða heilsu og hreyfingar félaga,“ en úrið fylgist með hreyfingu notenda, hversu lengi þeir hreyfa sig og senda áminningu sitji notandinn of lengi kyrr. 

Jafnframt verður hægt að nota sérstakt app á úrinu þar sem viðkomandi velur sér hreyfingu og úrið reiknar út vegalengd og fjölda hitaeininga sem brenndar eru. 

Mun úrið kosta 349 Bandaríkjadali eða rúmar 47 þúsund íslenskar krónur. Það kemur í þremur mismunandi útgáfum en sala á iWatch hefst í Bandaríkjunum 24. apríl. 

Forstjóri Apple, Tim Cook.
Forstjóri Apple, Tim Cook. AFP
Forstjóri Apple sýnir úrið í allri sinni dýrð.
Forstjóri Apple sýnir úrið í allri sinni dýrð. AFP
Úrið þykir glæsilegt.
Úrið þykir glæsilegt. AFP
mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
Lagersala
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Kr 3.900,- Kr 3.900,- Kr 3.900,- ...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...