Jöklar Kanada að hverfa

Jöklar verða fórnarlömb hnattrænnar hlýnunar á þessari öld. Myndin er ...
Jöklar verða fórnarlömb hnattrænnar hlýnunar á þessari öld. Myndin er frá Grænlandi og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. AFP

Hnattræn hlýnun mun valda því að stór hluti jökla í fjöllum Kanada muni bráðna áður en þessi öld er úti. Rannsókn vísindamanna við þarlenda háskóla leiðir í ljós að jöklarnir muni tapar allt að 70% af rúmmáli sínu og jafnvel þó miðað sé við hóflegustu spár um hlýnun séu flestir jöklarnir dauðadæmdir.

Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience en samkvæmt henni munu jöklar í Alberta og Bresku Kólumbíu minnka um 75% að flatarmáli miðað við stöðu þeirra árið 2005 og um 70% að rúmmáli fyrir árið 2100. Á sumum svæðum gæti hnignun jöklanna orðið enn meiri og numið 90%, að því er kemur fram í frétt The Guardian af rannsókninni.

Vísindamennirnir notuðu tölvulíkan sem keyrði saman fjórar þekktar sviðsmyndir hnattrænnar hlýnunar á þessari öld og gögn um þrjú svæði í vesturhluta Kanada sem eru þakin jöklum ásamt upplýsingum um hvernig þeir bráðna. Jafnvel þó að aðeins sé miðað við 0,3-1,7°C hlýnun á þessari öld, lægsta viðmiðið, þá bendir líkanið til þess að dagar flestra jöklanna séu taldir.

Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hlýnuninni er hins vegar líklegra að hún verði á bilinu 2,6-4,8°C. Markmiðið sem þjóðir heims hafa sett sér er að halda hlýnuninni innan við 2°C.

„Þegar jöklarnir eru horfnir missum við mikilvæga þjónustu sem þeir veita: stuðpúði gegn heitum og þurrum tímabilum í lok sumars sem heldur árupptökum gangandi og svölum, og heldur lífinu í sjávardýrum sem þrífast í köldu vatni,“ segir Garry Clarke, prófessor við Háskólann í Bresku Kólumbíu í Vancouver.

Frétt The Guardian af spá um bráðnun kanadískra jökla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
Píanó til sölu
Yamaha, 25 ára, hvítt, í góðu ásigkomulagi og nýstillt. Stóll úr beyki fylgir. ...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Atvinnuhúsnæði til leigu í 108 Reykjavík
Gott skrifstofuhúsnæði á jarðhæð um 190 m2. Í sama húsi er til leigu 200 m2 lage...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...