Jennifer Lopez er ástæða þess að myndaleit Google var fundin upp

Kjóllinn sem varð til þess að Google myndaleit varð til.
Kjóllinn sem varð til þess að Google myndaleit varð til. Mynd/Grammy

Manst þú eftir því þegar Google var aðeins með textaleit? Veist þú hvenær myndaleitin kom til sögunnar?

Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, segir frá því í grein sinni í dag að myndaleit Google hafi verið fundin upp eftir að gríðarlegur fjöldi manns vildi fá að sjá myndir af Jennifer Lopez í kjólnum sem hún mætti í á Grammy-verðlaunahátíðina árið 2000.

Á þeim tíma var Google aðeins með textaleit. „Kjóllinn hennar Jennifer Lopez var ein vinsælasta leit sem við höfðum séð á þeim tíma. Hins vegar gátum við ekki gefið notendum leitarniðurstöðuna sem þeir vildu. Þeir vildu fá að sjá kjólinn hennar, og þá fæddist myndaleit Google,“ skrifar Schmidt á vefinn Project Syndicate

Í grein sinni fjallar hann um það hvernig leitarvélin hefur náð að taka hröðum breytingum í takt við þarfir notenda. Nefnir hann einnig sem dæmi kortaleitina, þar sem notendur fá upp mynd af korti þegar heimilisfang er slegið inn í leitarvélina. 

Græni kjóllinn sem Lopez klæddist á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000 er gríðarlega vinsæll og má hann í dag finna á Grammy-safninu í London. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert