Ólíkar leiðir að léttara lífi

Það á hins vegar við um alla þá sem ætla …
Það á hins vegar við um alla þá sem ætla að grennast - dragið úr sykurneyslu AFP

Læknar þurfa að horfa út fyrir rammann þegar kemur að offituvandanum og gera sér grein fyrir að það sama hentar ekki öllum. Þetta er haft eftir vísindamönnum í Sheffield á BBC.

Í rannsókn sem gerð var með aðstoð 4.144 einstaklinga sem glíma við offitu í Yorkshire leiddi í ljós að þeir áttu heima í sex ólíkum flokkum og því ólíkar leiðir sem þeir þurfa að fara þegar kom að leiðinni að léttara lífi.

Sem dæmi er tekið ungir karlar sem drekka of mikið áfengi, segir í rannsókninni sem birt er í Journal of Public Health.

Um 67% karla og 57% kvenna eru yfir kjörþyngd eða glíma við offitu ef farið er eftir lík­ams­mass­astuðulinum BMI (e. Body mass index).

Samkvæmt rannsókninni falla þeir sem eru yfir kjörþyngd  í þessa sex ólíku hópa.

Ungir karlar sem drekka of mikið áfengi

Miðaldra fólk sem er bæði óhamingjusamt og kvíðið

Gamalt fólk sem þrátt fyrir líkamleg veikindi er hamingjusamt

Ungar heilbrigðar konur

Gamalt auðugt og heilbrigt fólk

Fólk sem glímir við veikindi

Þeir sem unnu rannsóknina segja að þetta sýni að ekki sé hægt að bjóða öllu þessu fólki upp á sömu lausnina. Heldur þurfi að klæðskerasauma lausnir að hverjum hóp fyrir sig. Til að mynda þarf að gera ungum karlmönnum grein fyrir hættunni sem fylgir of mikilli áfengisneyslu á meðan það á kannski ekki við um ungar konur.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert