Google leitar Loch Ness

Kafari og ljósmyndari frá Google í Loch Ness vatninu í …
Kafari og ljósmyndari frá Google í Loch Ness vatninu í Skotlandi. Ljósmynd/Google

Google hefur bæst í hóp þeirra sem leita Loch Ness skrímslisins í Skotlandi. Tæknifyrirtækið fer nú með Street View-myndavélar yfir vatnið í leit að skrímslinu Nessie. 

Google hefur tekið myndir bæði undir og yfir yfirborði vatnsins og aðstoða þannig þá sem vilja leita skrímslisins.

Fyrirtækið ákvað að taka þátt í verkefninu þar sem 80 ár eru liðin frá því að ein frægasta ljósmynd af skrímslinu Nessie var birt opinberlega. Á myndinni mátti sjá það sem sagt var vera skrímsli á hægu sundi um vatnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert