Segulknúin lest slær hraðamet

Þessi mynd af maglev lestinni japönsku var tekin á tilraunateinum …
Þessi mynd af maglev lestinni japönsku var tekin á tilraunateinum í Tsuru árið 2010. AFP

Japönsk maglev lest sló hraðamet í dag þegar hún náði 603 km/klst. Nýja metið var sett við tilraunaakstur nærri Mount Fuji og tókst að viðhalda hraða yfir 600 km/klst í nærri 11 sekúndur.

Maglev stendur fyrir „magnetic levitation“ en lestarnar eru knúnar með segulafli og „svífa“ um 10 sm yfir lestarteinunum. Fyrirtækið sem rekur japönsku lestina, JR Central, stefnir að því að taka hana í notkun í síðasta lagi 2027, en hún mun tengja Tokyo og Nagoya.

Fjarlægðin milli borganna er 286 km og stefnt er að því að ferðin taki um 40 mínútur. Það er meira en helmingi styttri tími en það tekur að fara milli borganna í hefðbundinni lest.

Kostnaðurinn við þær leiðir sem eru í býgerð er stjarnfræðilega hár, en talið er að fyrrnefnd leið muni kosta nærri 100 milljarða Bandaríkjadala.

Guardian sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert