Póstkort frá jörðinni okkar

Dagur jarðarinnar er haldinn hátíðlegur í 45. skipti í dag og í tilefni af því hefur bandaríska geimvísindastofnunin NASA birt röð sögulegra mynda sem teknar hafa verið af heimkynnum okkar úr geimnum í gegnum tíðina.

Fyrsti jarðardagurinn var haldinn 22. apríl árið 1970. Hann er helgaður fræðslu um umhverfismál og er honum fagnað árlega með ýmsum hætti um allan heim.

Myndir NASA af jörðinni sýna bæði stóran hnött sem er heimkynni milljarða manna en er á sama tíma aðeins sem sandkorn í víðáttum alheimsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert