Geimfarið hrapar stjórnlaust til jarðar

Birgðaflutningageimfarinu var skotið á loft með Soyuz-eldflaug frá Kasakstan í …
Birgðaflutningageimfarinu var skotið á loft með Soyuz-eldflaug frá Kasakstan í gærmorgun. AFP

Rússneska birgðaflutningageimfarið Progress hrapar nú niður til jarðar, að því er virðist stjórnlaust. Farið átti að flytja búnað og vistir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en samband við það tapaðist strax eftir geimskotið í gærmorgun.

„Það er byrjað að lækka flugið. Það getur ekki farið neitt annað. Það er ljóst að algerlega stjórnlaust ferli er hafið,“ hefur AFP-fréttastofan eftir embættismanni sem þekkir til leiðangursins en vildi ekki láta nafns síns getið.

Búist er við tilkynningu vegna óhappsins frá rússnesku geimstofnuninni Roscosmos síðar í dag.

Sex manna áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þarf ekki að óttast þó að birgðaflutningafarið glatist en nægar vistar eru um borð í henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert