Lífshættulegar megrunartöflur

2,4-Dinitrophenol (DNP) er oft sagt vera túrmerik þar sem útlit …
2,4-Dinitrophenol (DNP) er oft sagt vera túrmerik þar sem útlit kryddsins er svipað eitrinu. Holland Clinic

Interpol hefur gefið út viðvörun vegna megrunartaflna sem seldar eru á netinu. Rúmlega tvítug bresk stúlka lést eftir að hafa tekið slíka töflu.

Um er að ræða töflur sem innihalda 2,4-Dinitrophenol (DNP) sem hraðar efnaskiptum og veldur því að fólk brennur upp að innan, segir í frétt Guardian.

Eloise Parry, 21 árs, lést í síðasta mánuði eftir að hafa keypt slíkar töflur á netinu og Frakki veiktist alvarlega, segir í tilkynningu frá Interpol. 

Parry lést á Royal Shrewsbury sjúkrahúsinu eftir að hafa tekið inn tölflur sem innihéldu efni sem eru notuð við iðnaðarframleiðslu, DNP.

Viðvörun Interpol var sendi til lögreglu í 190 löndum að beiðni franskra yfirvalda. DNP er notað í meindýraeitur og hefur einnig verið notað í framleiðslu á sprengiefni. 

Interpol segir að mikil aukning hafi verið í eftirspurn eftir slíkum efnum, einkum meðal fólks í líkamsræktargeiranum. Þeir sem selja efnið á netinu hafa reynt að fela efnið fyrir tolleftirliti og lögreglu með því að skrá það sem túrmerik krydd þar sem það er svipað útlits. 

Yfirleitt er DNP selt sem í töfluformi eða dufti (gult á lit). En einnig eru dæmi um að það sé selt í kremformi.  Ekki sé nóg með að efnið sé stórhættulegt til neyslu heldur er þetta framleitt við aðstæður sem alls ekki standast heilbrigðiskröfur.

DNP er vinsælt meðal fólks sem stundar líkamsrækt og vill grennast hratt. En það er stórhættulegt heilsu fólks. 

HollandClinic varar við DNP

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert