„Nigger house“ skilar Hvíta húsinu

Svo virðist sem ekki sé búið að laga gallann.
Svo virðist sem ekki sé búið að laga gallann. mbl.is

Google hefur beðist afsökunar eftir að í ljós kom að leitir á Google Maps sem innihalda orðskrípið „nigger“ vísa á Hvíta húsið í Washington. Hvíta húsið birtist t.d. meðal efstu niðurstaða þegar leit er beint að Washington og „nigger king“ slegið inn.

„Óviðeigandi niðurstöður eru að koma upp á Google Maps sem ætti ekki að vera, og við biðjumst afsökunar á þeim sárindum sem þær kunna að hafa valdið. Teymi okkar vinna að skjótum úrbótum,“ sagði talsmaður fyrirtækisins í yfirlýsingu.

Google hefur ekki uppljóstrað um hvað veldur, en leiða má líkur að því að um ósmekklegan hrekk sé að ræða.

Óvíst er hvort gallinn, ef svo má að orði komast, hafi verið lagaður þegar þetta er skrifað en sumir fá enn Hvíta húsið sem niðurstöðu þegar leitað er að „nigger house washington“ í Google og „Maps“ valið.

Uppfært kl. 11.21:

Vegir Google eru órannsakanlegir. Sé leitin „nigger house reykjavík“ slegin inn í Google Maps er lendingin Svarta kaffi á Laugavegi.

<a href="http://imgur.com/HUxTTnK"><img src="http://i.imgur.com/HUxTTnK.gif" title="source: imgur.com"/></a><div id="embedded-remove"> </div>

Guardian sagði frá.

Leitin „nigger house reykjavík“ skilar Svarta kaffinu á Laugavegi.
Leitin „nigger house reykjavík“ skilar Svarta kaffinu á Laugavegi. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert