Sólarorka vænlegasti kosturinn

Mikil aukning hefur orðið í framleiðslu sólarorku í heiminum undanfarin …
Mikil aukning hefur orðið í framleiðslu sólarorku í heiminum undanfarin ár. AFP

Bandarísk yfirvöld verða að gera betur í að stuðla að þróun sólarorku þar sem að hún er vænlegasti kosturinn til að uppfylla orkuþörf jarðarbúa til lengri tíma litið og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er niðurstaða viðamikillar skýrslu MIT-háskóla um sólarorku.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hægt verði að framleiða fjölda teravatta af rafmagni með sólarorku fyrir árið 2050 jafnvel þó að engar tækninýjungar komi til. Því er lagt til í skýrslunni að bandarísk yfirvöld stuðli að mikilli uppbygginu í sólariðnaðinum á næstu áratugum.

„Skýrslan sýnir er að við verðum að einbeita okkur að nýrri tækni og stefnu sem gerir það mögulegt að sólarorka verði hagkvæmur kostur,“ segir Richard Schmalensee, prófessor emerítus í hagfræði og stjórnun við Sloan-stjórnunarskóla MIT.

Þannig ætti bæði alríkisstjórnin og stjórnir einstakra ríkja í Bandaríkjunum að beina niðurgreiðslum til sólarorku í að reyna að gera hana hagkvæmari og umbuna fyrir framleiðslu hennar. Þá er mælt eindregið með því að fé verði veitt til rannsókna og þróunar á nýjum þunnum sólarfilmum sem eru framleiddar úr efnum sem nóg er til af á jörðinni.

Sólarorka sé einn af örfáum orkukostum sem ekki byggist á kolefni sem geti vaxið mikið. Því álykta skýrsluhöfundar að afar líklegt sé að sólarorkuframleiðsla verði aukin mikið og hún sé lykilþáttur í að glíma við loftslagsbreytingar.

Frétt Computer World af rannsókn MIT-háskóla á sólarorku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert