Netárás á viðskiptavin Símans

Netárás var í dag gerð á viðskiptavin Símans á fyrirtækjamarkaði. Í tilkynningu frá Símanum segir að árásin hafi átt sér stað á fjórða tímanum í dag og varð til þess að hægagangur varð á netumferð viðskiptavina Símans á meðan tæknimenn unnu að því að greina eðli árásarinnar og komast fyrir áhrifin.

Segir í tilkynningunni að áhrif árásarinnar hafi varað í tæpa klukkustund.

Hafa Síminn og umræddur viðskiptavinur nú tilkynnt um atvikið til Cert IS, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert