Herinn opnar dyrnar fyrir SpaceX

SpaceX hefur fengið heimild til að taka þátt í úboðum …
SpaceX hefur fengið heimild til að taka þátt í úboðum á vegum bandaríska hersins. AFP

Bandaríski flugherinn hefur vottað geimferðafyrirtæki athafnamannsins Elon Musk, SpaceX. Það þýðir að nú getur fyrirtækið sent gervihnetti á vegum hersins út í geim. Hingað til voru það aðeins fyrirtækin Lockheed og Boeing sem sátu að þessum risastóra markaði.

Með vottuninni getur SpaceX núna keppt um hernaðarsamninga sem bandarísk yfirvöld meta á 9,5 milljarða dali, eða um 1300 milljarða króna. 

SpaceX var stofnað árið 2002 og hefur á undanförnum árum stækkað gríðarlega og er nú leiðandi í geimferðum fyrir bandarísku geimferðastofnunina NASA. Fyrirtækið er nú að undirbúa fyrstu mönnuðu geimskotin sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert