Síminn tók upp ferðina á hafsbotn

Eigandi bátsins sótti símann á hafsbotn.
Eigandi bátsins sótti símann á hafsbotn.

Gregory Papadin var í fríi á Menorca á Spáni þegar hann missti símann sinn í hafið. Bróðir hans hafði kastað símanum til hans en ekki fór betur en svo að síminn sökk niður á hafsbotn. Papadin var á ferð úti fyrir ströndum Menorca þegar atvikið átti sér stað en til allrar hamingju var grunnt í kring og gat eigandi bátsins sem Papadin hafði ferðast með kafað niður að hafsbotni þar sem síminn lá og bjargað honum úr greipum hafsins. 

Síminn lifði volkið af og tók þar að auki upp ferðina niður á hafsbotn og aftur upp á yfirborðið. Myndbandið hér að neðan sýnir sumsé nákvæmlega hvernig fór um sjóferð þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert