Ekki drekka kaffið strax

Morgunsopinn er góður en kannski er best að láta hann …
Morgunsopinn er góður en kannski er best að láta hann bíða. mnl.is/Skapti Hallgrímsson

Miðað við það sem Asap Science hefur að segja í nýjasta myndbandi sínu höfum við öll verið að drekka kaffið okkar á vitlausum tímapunkti. Samkvæmt niðurstöðum þeirra ætti fólk að drekka kaffi um klukkutíma eftir að það vaknar en ekki um leið og það skríður framúr rúminu.

Árvekni einstaklinga er að miklu leyti stjórnað af hórmóninu cortisol en magn þess hækkar nokkrum sinnum yfir daginn, yfirleitt milli átta og níu á morgnana. Þulur myndbandsins útskýrir að kaffineysla á þeim tímum minnkar áhrif kaffisins til muna. Besti tíminn fyrir kaffidrykku ætti að vera um níuleytið á morgnana en stjórnast þó að einhverju leyti af svefnmynstri hvers og eins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert