Ráðgátan um svissneska ostinn leyst

Götin eru kölluð augu. Ef engin göt er osturinn sagður …
Götin eru kölluð augu. Ef engin göt er osturinn sagður blindur. Af Wikipedia

Vísindamenn segjast hafa fundið ástæður þess að göt myndast í svissneskum osti. Í ljós hefur komið að allt snýst það um óhreinindi í fötum sem notaðar eru til að safna mjólkinni sem ostarnir eru unnir úr.

Andstætt því sem kemur fram í ótal teiknimyndum eru það ekki mýs sem gera götin í svissneska osta. Götin myndast ekki heldur vegna koltvísýrings frá bakteríum eins og einnig hefur verið haldið fram í gegnum árin. 

Vísindamenn í Sviss hafa komist að því að agnir af heyi verða til þess að osturinn frægi verður götóttur. Vísindamenn hjá Agroscope segja að þetta skýri hvers vegna svissneskir ostar hafa verið með færri götum síðustu fimmtán árin - af því að aðferðir við mjaltir hafa einfaldlega breyst. Þær hafa orðið til þess að minni líkur eru á því að hey komist í ílátin sem mjólkinni er safnað í.

Vísindamennirnir komust að þessu með því að bæta ögnum af heyi út í mjólk sem síðan var notuð til að búa til osta. Enn á eftir að gera frekari rannsóknir til að fullreyna niðurstöðurnar. 

Frétt BBC um málið.

Þessir svissnesku ostar eru ekki sérlega götóttir.
Þessir svissnesku ostar eru ekki sérlega götóttir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert