Ísbirnir farnir að éta höfrunga

AFP

Vísindamenn urðu í fyrsta sinn vitni að því að ísbirnir legðu sér höfrunga til munns á Norðurskautinu í apríl 2014. Talið er að ástæðan sé hlýnandi veðurfar á svæðinu og bráðnun íss hafi neytt ísbirni til þess að veiða dýr sér til matar sem þeir hafi ekki áður gert. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði vísindaritsins Polar Research.

Fram kemur í frétt AFP að ísbirnir veiði sér aðallega seli til matar. En vegna hlýnandi verðurfars hafi ýmsar tegundir leitað norðar sem ekki hafi verið þar áður eða ekki í miklum mæli. Höfrungar sjást gjarnan á Norðurskautinu á sumrin en sjaldan á vorin eða veturna þegar ís er að mestu yfir hafsvæðinu þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert