Hvað veldur hnattrænni hlýnun?

Hvorki eldgos, sólvirkni eða aðrir náttúrulegir þættir skýra þá hlýnun …
Hvorki eldgos, sólvirkni eða aðrir náttúrulegir þættir skýra þá hlýnun orðið hefur á jörðinni síðustu hálfu öldina sérstaklega. mbl.is/RAX

Þeir sem draga í efa að menn valdi breytingum á loftslagi jarðar týna til ýmsar aðrar mögulegar ástæður fyrir hlýnun eins og virkni sólar eða náttúrulegar sveiflur. Viðskiptafjölmiðilinn Bloomberg hefur tekið saman hvaða áhrif mismunandi þættir hafa á hnattræna hlýnun á myndrænan hátt. Þar sést glöggt það lykilhlutverk sem gróðurhúsalofttegundir leika.

Í framsetningu Bloomberg, sem byggir á gögnum Goddard-geimrannsóknastofnunina (GISS) bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, má sjá hvaða áhrif þættir eins og eldgos, sporbraut jarðar, agnir í lofthjúpnum og virkni sólar hafa haft á þróun meðalhita jarðarinnar.

Niðurstaðan er sú að enginn þessara þátta útskýrir þá hlýnun sem hefur orðið á jörðinni frá iðnbyltingu og sérstaklega síðustu áratugina eins og vaxandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið.

Myndræn framsetning Bloomberg á áhrifaþáttum hnattrænnar hlýnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert