Bjó til kvikmynd af Plútó

Plútó og tunglið Karon.
Plútó og tunglið Karon. AFP

Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur í að könnunarfarið New Horizons fljúgi fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í fyrsta skipti. Farið hefur þegar sent nokkurn fjölda mynda aftur til jarðar en íslenski tölvunarfræðingurinn Björn Jónsson hefur búið til kvikmynd úr þeim sem birt er á Stjörnufræðivefnum. 

Í frétt á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins kemur fram að í New Horizons eru nokkrar myndavélar og að myndir úr einni þeirri birtist á netinu nánast um leið og þær berist til jarðar. Áhugamenn um allan heim hafi þannig aðgang að þeim og það nýtti Björn sér. Hann hefur áður meðal annars unnið myndir Voyager-geimfaranna af ÚranusiJúpíter og Evrópu.

Myndirnar frá Plútó eru enn sem komið er í lágri upplausn en samt má sjá að á Plútó skiptast á ljós og dökk svæði. Á fáum hnöttum í ytri hluta sólkerfisins er jafn mikill munur á birtu ljósra og dökkra svæða eins og á Plútó. Ekki er vitað um ástæður þessa en New Horizons ætti að geta varpað ljósi á það innan skamms.

Nú eru einungis rúmar tvær vikur í stórviðburð í könnun sólkerfisins: 14. júlí flýgur geimfarið New Horizons framhjá Plú...

Posted by Stjörnufræðivefurinn on Sunday, 28 June 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert