Japanir tilbúnir í vélmennabardaga

Vélmennið Kuratas mun berjast við Mk II á næstunni.
Vélmennið Kuratas mun berjast við Mk II á næstunni. Mynd/Suidobashi

Japanska vélmennafyrirtækið Suidobashi heavy industries hefur tekið áskorun bandaríska samkeppnisaðila síns, Megabots inc. um bardaga milli tveggja risavélmenna sem fyrirtækin hafa hannað og framleitt. Vélmennin eru 4,5 til 6 tonn að þyngd og verða búin risastórum litboltabyssum. 

Í síðustu viku sendi bandaríska fyrirtækið frá sér myndband þar sem Suidobashi og vélmennið þeirra, Kuratas, voru skoruð á hólm, en Megabots framleiddi nýlega vélmennið Mk II sem þeir telja að muni geta unnið slíkan bardaga.

Í svarmyndbandi Suidobashi kemur eigandi fyrirtækisins og aðalhönnuður Kuratas fram, en það er Kogoro Kurata. Gerir hann í fyrstu grín að bandaríska vélmenninu og segir hönnuði Megabots mjög ameríska í hugsun. Þannig hafi þeir bara gert eitthvað mjög stórt og sett byssur á það. Hann segir fyrirtæki sitt ekki skorast undan og biður Megabots um að skipuleggja viðburðinn, Kuratas muni svo mæta á svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert