Vilja byggja dýpstu laug í heimi

Teikning af því hvernig sundlaugin gæti litið út.
Teikning af því hvernig sundlaugin gæti litið út. Af vef Háskólans í Essex

Háskólinn í Essex skoðar nú hugmyndir um að byggja dýpstu sundlaug í heimi sem myndi meðal annars nýtast við undirbúning geimferða. Sundlaugin yrði fimmtíu metra löng og djúp, átta metrum dýpri en núverandi dýpsta sundlaug heims í Montegrotto Terma á Ítalíu.

Með sundlaug af þessu dýpi væri hægt að líkja eftir örþyngdarafli geimsins og djúpsjávarumhverfi. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA notast meðal annars við sundlaug til þess að þjálfa geimfara sína en hún er aðeins tólf metra djúp.

Þróunarfélagið Blue Abyss sem vinnur að verkefninu með háskólanum segir að fyrir utan geimferðir gæti sundlaugin nýst við umhverfisrannsóknir, þjálfun fyrir atvinnukafara og rannsóknir á lífeðlisfræði sjávardýra og manna.

Frétt breska ríkisútvarpsins BBC af hugmyndunum um sundlaugina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert