Fundu 560 þúsund ára gamla tönn

Franskir námsmenn fundu nýverið merkan fornleifafund, tönn úr manni sem er talin vera 560 þúsund ára gömul.

Sjálfboðaliðarnir Valentin Loescher, 20 ára og Camille Jacquey, 16 ára, taka þátt í fornleifauppgreftri í Arago hellinum skammt frá Tautavel í suðvesturhluta Frakklands, en það voru þau sem grófu tönnina upp. Talið er að þetta séu elstu líkamsleifar sem hafa fundist í Frakklandi en áður voru það 100 þúsund ára gamlar líkamsleifar Tautavel mannsins. Tvítugs forsögulegs veiðimanns sem var forfaðir neanderdalsmannsins, en líkamsleifar hans fundust í í Tautavel árið 1971. 

Amélie Vialet, forleifafræðingur sem annast uppgröft í hellinum, segir að um um stóra tönn úr fullorðnum manni sé að ræða. Ekki sé hægt að segja til um hvort tönnin er úr konu eða karli. Jarðvegurinn sem tönnin fannst í er 550.000-580.000 ára gamall. 

„Þetta er mikilvægur fundur þar sem við höfum afar fáa steingervina frá þessu tímabili í Evrópu,“ segir hún.

Arago hellirinn í Tautavel er norður af Perpignan. Hann er einn mikilvægasti staðurinn sem fundist hefur frá forsögulegum tíma og hafa fornleifarannsóknir staðið þar yfir í um það bil hálfa öld.

Mynd af vef safnsins en fjölmargar merkar minjar hafa fundist …
Mynd af vef safnsins en fjölmargar merkar minjar hafa fundist í hellinum. Le Musée de Tautavel Centre Européen de Préhistoire
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert